Starfsmaður íþróttamannvirkja
Vilt þú stuðla að betra lífi fólks?
Laust er til umsóknar starf starfsmanns íþróttamannvirkja hjá Íþróttamannvirkjum Reykhólahrepps.
Um er að ræða 50% starf. Um er að ræða nýtt starf.
Í starfinu verður lögð mikil áhersla á hreinlæti íþróttamannvirkja, sívaxandi starfsemi á Reykhólum, með nýlegri líkamsræktaraðstöðu.
Almenn þrif og hreinlæti á íþróttamannvirkjum, m.a. líkamsrækt og mögulega tjaldsvæði.
Eftirfylgni með stöðu lagers í sundmiðstöð og í íþróttahúsi, vörum og hreinsiefnum.
Aðstoð við ýmis verkefni undir leiðsögn umsjónarmanns íþróttamannvirkja.
Haldbær reynsla í þrifum
Almennt hreinlæti
Góð hæfni í samskiptun
Góð skipulagshæfni
Áhugi eða menntun á íþróttasviði er kostur
Reynsla af starfi í þrifum er kostur
Jákvæði, drifkraftur og sjálfstæði í störfum
Starfsfólk sem flytur til Reykhólahrepps í fast starf hjá sveitarfélaginu fær flutningsstyrk.