Hertz Bílaleiga
Hertz Bílaleiga

Starfsmaður í vefumsjón

Ertu öflug/ur í vefmálum og hefur nef fyrir stafrænum lausnum? Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingi til að vera hluti af sölu- og markaðsteymi Hertz. Helstu verkefni eru að hafa umsjón með innanlandsvef Hertz og taka þátt í ýmiskonar verkefnum sem tengjast sölu- og markaðsmálum.

Aðsetur er í Selhellu 5 í Hafnarfirði. Vinnutími 8:00/9:00 - 16:00/17:00

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og viðhald á vefsíðum Hertz innanlands.
  • Uppfærsla á efni, bæði texta og myndum
  • Samskipti við viðeigandi deildir til að tryggja rétta og nákvæma birtingu á efni
  • Greining á vefumferð og notendaupplifun, ásamt tillögum að betrumbótum
  • Aðstoð við þróun og nýsköpun í veflausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
  • Reynsla af vefumsjón og viðhaldi vefsíðna
  • Útsjónarsemi í að leysa tæknileg vefmál, svo sem innsetningu verða eða vefsíðustillingar.
  • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
  • Hæfni til að vinna með teymi og sinna verkefnum á áhrifaríkan hátt
  • Áhugi á nýjustu tækniþróun í vefmálum
Fríðindi í starfi
Reglulegir viðburðir í boði fyrirtækisins eða starfsmannafélagsins
Afsláttur frá samstarfsaðilum
Niðurgreiddur hádegismatur
Niðurgreiðsla á völdum námskeiðum
Íþróttastyrkur
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur5. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Selhella 5, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinu
Starfsgreinar
Starfsmerkingar