
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Starfsmaður í varahlutaafgreiðslu
Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni í varahlutaafgreiðsluna okkar á Hesthálsi 6-8. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvuþekkingu og fær í mannlegum samskiptum. Þekking á varahlutum í bíla er mikill kostur.
Starfið felst í afgreiðslu vara- og aukahluta, tiltekt á pöntunum fyrir viðskiptavini, bókun reikninga, uppfletting í varahlutakerfum og ráðgjöf til viðskiptavina.
Vinnutími er frá kl.08:00-17:00 alla virka daga nema annan hvern föstudag til kl.15:15.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð tölvufærni
- Þekking á bílavarahlutum
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Ökuréttindi skilyrði
- Þekking á Navision og MS Business Central kostur
- Lyftarapróf kostur
- Reynsla af viðgerðum bíla og eða menntun tengd bílaviðgerðum kostur
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttarkjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Afsláttur af dekkjum Mítra
- Íþróttastyrkur
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hestháls 6-8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiLagerstörfStundvísiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starf í afgreiðslu vöruhúss Innnes-Sumarstarf
Innnes ehf.

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Stjórnandi vöruhúss
Ískraft

OK leitar að starfsmanni á lager
OK

Bílstjóri á dreifingarmiðstöð - afleysing
Vínbúðin

Lagerstjóri ELKO Granda
ELKO

Fagmannaverslun: Liðsauki í timburafgreiðslu
Húsasmiðjan

Newrest - Frílager
NEWREST ICELAND ehf.

Innkaupa- og sölufulltrúi - Reyðarfjörður
VHE

Liðsauki í vöruhús - sumarstarf
Ískraft

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin

Sumarstarf á lager
Heilsa