
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Hefurðu áhuga á gefandi starfi í sumar og tilheyra öflugu teymi starfsfólks ?
Norðurmiðstöð auglýsir eftir starfsfólki í sumarstarf við þjónustukjarna við Sléttuveg.
Um er að ræða starf með fjölbreyttum áskorunum sem miðar að því að veita stuðning og fjölbreytta þjónustu við einstaklinga í sjálfstæðri búsetu. Við erum þekkt fyrir að vera samheldinn hópur og tökum vel á móti nýju starfsfólki. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega.
Leitað er að starfsfólki í vaktavinnu og getur starfshlutfall verið samkvæmt samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
- Hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Veita einstaklingsmiðaða og sveigjanlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs, s.s. við heimilishald, vinnu og samfélagsþátttöku.
- Aðstoð við umönnun og aðhlynningu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að hafa náð a.m.k. 18 ára aldri.
- Reynsla af heimaþjónustu eða öðrum sambærilegum störfum er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta A1-B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Stundvísi.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
Alltaf veðurblíða á Sléttuvegi og góðir samstarfsfélagar
Auglýsing birt2. maí 2025
Umsóknarfrestur16. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSkipulagTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi á skammtímadvöl fyrir fötluð börn/ungmenni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt sumarstarf í skammtímadvöl fyrir fötluð börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaða í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlaða.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Sumarstarf - Starfsfólk í sérhæfða dagþjálfun Roðasala
Sumarstörf - Kópavogsbær

Viltu vera á skrá? Umönnunarstörf á Landspítala
Landspítali

Umönnun - Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Óska eftir aðstoðarkonu
NPA miðstöðin

Stuðningur á heimili
Akraneskaupstaður

Sumarstarf - Lundur
Hafnarfjarðarbær

Höfuð-Borgin Sértæk félagsmiðstöð
Sumarstörf - Kópavogsbær

Óska eftir hressu kvenkyns aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Almenn umsókn um sumarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast