Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í samþætta þjónustu

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi og tilheyra öflugum starfsmannahóp? Heimaþjónusta Sléttuvegi er að leita að starfskrafti í vaktavinnu til þess að sinna stuðnings- og stoðþjónustu. Við erum þekkt fyrir að vera samheldinn hópur og tökum við vel á móti nýju starfsfólki.

Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn.
Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega og veitum við fjölbreytta þjónustu, stuðnings- og stoðþjónustu, til einstaklinga sem vegna fötlunar og eða sjúkdóma þurfa aðstoð.
Um er að ræða vaktavinnu á sólarhringsstað.
Starfshlutfall getur verið 80-100%.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Unnið er eftir Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar
  • Taka þátt í teymisvinnu
  • Hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
  • Styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald vinnu og samfélagsþátttökuSinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki eða heimaþjónustu.
  • Starfsmaður þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Ökuréttindi
  • Almenn góð tölvukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, yfirvegun, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar