Emmessís ehf.
Emmessís ehf.
Emmessís ehf. var stofnað 1960 og hefur markað spor í sögu ísframleiðslu á Íslandi. Gæði og fagmennska hafa frá upphafi einkennt framgöngu félagsins og hafa nýverið stór skref verið tekin í framleiðslu og nýsköpun. Ásamt eigin framleiðslu hefur Emmessís hafið innflutning á erlendum ís, má þar nefna Haagen Dazs, Ben &Jerry´s og Magnum. Emmessís vinnur markvisst að góðum starfsanda og er lögð áhersla á að innan fyrirtækisins sé traust, metnaðarfullt og jákvætt starfsfólk. Emmessís er dótturfélag 1912 ehf.

Starfsmaður í pökkun og framleiðslu

Emmessís leitar að áreiðanlegum og jákvæðum liðsfélaga í framleiðsluna.

Unnið er á 8 klst vöktum virka daga (7-15/8-16/9-17).

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn pökkunarstörf
Áfyllingar
Frágangur vara
Þrif í verksmiðju
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfni til að stýra vélum
Geta til að lyfta a.m.k. 25 kg
Áreiðanleiki og dugnaður
Stundvísi, samstarfshæfni og jákvætt viðhorf
Góð ensku- og/eða íslenskukunnátta
Reyk-og tóbaksleysi
Laus við matarofnæmi
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Bitruháls 1, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Tóbakslaus
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.