Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Starfsmaður í innkaup og lager
Advania leitar eftir lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupum og á lager.
Starfið er mjög fjölbreytt. Það býður upp á margvísleg skemmtileg verkefni og gríðarlega gott tækifæri til að læra nýja hluti. Til dæmis samskipti við birgja, gerð og bókun innkaupapantana, tollskýrslugerð, móttaka vara inn á lager, tínsla á vörum í pantanir og margt fleira. Starfið felur í sér nána samvinnu við sölu- og fjármálasvið fyrirtækisins.
Þú þarft ekki að vera reynslubolti, en við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti og hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu.
Helstu verkefni:
- Gerð og bókun innkaupapantana
- Flutnings- og tollamál
- Samskipti við birgja og samstarfsaðila
- Almenn lagerstörf og tiltekt á vörum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af notkun Navision er kostur
- Reynsla af vörustýringu og erlendum birgjasamskiptum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur22. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður á lager
FB Vöruhús
Bílstjóri
Álfaborg ehf
Starfsmaður á lager
Freyja
Office Manager and Executive Assistant
Oculis
Sérfræðingur hjá Landskerfi bókasafna
Landskerfi bókasafna hf.
Sérfræðingur í framlínu LSR
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Liðsauki í vöruhús
Ískraft
AKUREYRI - Starfmaður í Gæludýr.is - hlutastarf
Waterfront ehf
Starfsmaður í vöruhús og útkeyrslu fyrir snyrtivörur
Artica ehf
Hópstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Svæðisstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Viðskiptastjóri
Bakkinn Vöruhótel