Starfsmaður í Frístundaklúbbinn Kotið
Frístundaklúbburinn Kotið leitar að sjálfstæðum einstakling með góða færni í mannlegum samskiptum til að vinna í lengdri viðveru fyrir fötluð grunnskólabörn í 5. - 10. bekk í vetur. Starfið felst í tómstunda- og dægradvöl með fötluðum grunnskólabörnum á aldrinum 10-16 ára. Markmið lengdu viðverunnar er að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungmenna í frístundum. Í starfinu er nærumhverfið notað til að þjálfa ungmennin í sjálfstæði, félagsfærni og samskiptafærni. Þátttakendunum er mætt á þeirra grundvelli og þeim veitt þjónusta við hæfi.
-
Tómstunda- og dægradvöl með fötluðum grunnskólabörnum á aldrinum 10-16 ára.
-
Einstaklingsmiðu þjónusta
-
Umbætur og þróun
-
Upplýsingarmiðlun
-
Samskipti og samstarf við starfsfólk, þátttakendur, foreldra, skóla og hinar ýmsu stofnanir sem tengjast starfseminni
-
Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
-
Reynsla í starfi með fötluðum er kostur
-
Lipurð í mannlegum samskiptum
-
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
-
Sjálfstæði í starfi
-
Í boði er allt að 50%. Vinnutími er 12:45-16:15
-
Góð færni í mannlegum samskiptum
-
Starfstöð er við Tryggvagötu 23a Selfossi
-
Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri
-
Hreint sakavottorð skilyrði