Terra Efnaeyðing hf.
Terra Efnaeyðing hf.
Terra Efnaeyðing hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í móttöku, meðhöndlun og frágangi spilliefna og raftækja til endurvinnslu eða eyðingar. Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns en við erum hluti af stærri heild sem er Terra umhverfisþjónusta þar sem vinna 240 manns. Saman veita fyrirtæki Terra ahliða þjónustu við stjórnun úrgangs, þ.e. flokkun hans, söfnun og ráðstöfun og við vinnum hörðum höndum að aukinni endurnýtingu, enduvinnslu og minni myndun úrgangs. Hjá Terra leggjum við mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.
Terra Efnaeyðing hf.

Starfsmaður í flokkun og eftirvinnslu

Terra Efnaeyðing hf. leitar að öflugum starfsmönnum til að vinna við flokkun og eftirvinnslu aðvífandi sendinga. Leitað er eftir duglegum og kraftmiklum einstaklingum sem eru góðir í samvinnu og þjónustulundaðir.

Fastur vinnutími er frá 7:30 - 17:10 alla virka daga.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka, flokkun og meðhöndlun spilliefna og annarra úrgangsefna
Skráning og flokkun efna
Úrvinnsla/rúmmálsminnkun
Þrif á athafnasvæði
Frágangur rafgeyma og annarra flokka til útflutnings
Ýmis tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Þjónustulund
Líkamlegt hreysti
Vinnuvélaréttindi og/eða meirapróf er kostur
Auglýsing stofnuð19. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.VinnuvélaréttindiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.