Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Starfsmaður í dagþjálfun - Sumarstarf

Leitað er að öflugu og jákvæðu starfsfólki í sumarstörf við dagþjálfanir. Dagþjálfanirnar eru staðsettar við Spöngina í Grafarvogi, Eirhamra Mosfellsbæ og Skjól hjúkrunarheimili við Kleppsveg og eru sérhæfðar dagþjálfanir fyrir einstaklinga með heilabilun, Alzheimer eða aðra skylda sjúkdóma.

Starfshlutfall er 80-100% á dagvinnutíma.

Í dagþjálfun er lögð áhersla á jákvæðni og hlýju í samskiptum og hvatningu skjólstæðinga til þátttöku í starfi sem viðheldur líkamlegri, vitrænni og félagslegri færni.

Starfsfólk dagþjálfunar undirbýr, aðstoðar og leiðbeinir hópastarfi, handverki, leikfimi og almennri samveru. Einnig sinnir starfsfólk undirbúningi og frágangi eftir máltíðir og aðstoðar við böðun og aðrar athafnir daglegs lífs.

Þjónustan er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers einstaklings og er sveigjanleiki lykilhugtak í þjónustunni. Mikið er lagt upp úr góðum anda og afslöppuðu en virku andrúmslofti.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Frumkvæði og sköpunargleði
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en þó ekki nauðsynleg
  • Stundvísi og snyrtimennska
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • 36 stunda vinnuviku.
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Spöngin 43, 112 Reykjavík
Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar