Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður fráveitu - Umhverfis- og skipulagssvið

Laus er til umsóknar staða starfsmanns fráveitu hjá Hafnarfjarðarbæ. Starfsmaður fráveitu aðstoðar við viðhalds- og eftirlitsverkefni sem honum eru falin. Hann ber ábyrgð á öllum áhöldum og búnaði fráveitna sem unnið er með og að öll umgengni sé til fyrirmyndar. Um er að ræða 100% starf. Starfið heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið sem er með aðsetur að Norðurhellu 2.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við viðhald og eftirlit á vélbúnaði
  • Aðstoðar við viðhald og eftirlit með lagnakerfi fráveitunnar sem m.a. felst í að leita að rangtengingum, innrennsli og hvort verið er að setja óæskileg efni í fráveituna
  • Tekur þátt í viðhaldi, viðgerðum og eftirliti á skolpdælustöðvum- og brunnum
  • Móttaka á ýmsum efnum þ.m.t. klór og öðru
  • Eftirlit með gámum og gámalosunum
  • Leiðbeinir og hefur eftirlit með losun ferðasalerna
  • Hreinsun og viðhald á skólpgryfjum
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð reynsla af sambærilegu starfi
  • Æskilegt að hafa lokið jarðlagnanámskeiði
  • Samstarfs- og samskiptahæfni, þjónustulund
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Líkamlega fær um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér
  • Almenn tölvukunátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Ökuréttindi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri í síma 585-5500 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]

Umsóknarfrestur er framlengur til og með 13. júlí 2025.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar