
Landfari ehf.
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er dótturfélag Vekru sem á meðal annars Bílaumboðið Öskju, Dekkjahöllina og fleiri félög.
Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari tók nýverið við þjónustuumboði fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboði fyrir Wabco vörur, VAK vagna og Faymonville vagna.
Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 4 en í sumar mun það verkstæði flytja í stærra og betra húsnæði í Klettagörðum 5. Einnig í sumar mun opna ný starfsstöð hjá Landfara á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.

Starfsmaður á verkstæði
Landfari óskar eftir áhugasömum og duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur á nýju verkstæði okkar að Álfhellu 15, Hafnarfirði, sem opnar á vordögum 2025.
Ef þú hefur reynslu af þjónustu- og viðhaldsviðgerðum á stærri ökutækjum og vilt starfa á verkstæði sem er búið fyrsta flokks tækjabúnaði, lyftum í gólfi fyrir vörubíla og vagna, auk sérútbúinnar smurgryfju – þá er þetta rétta tækifærið fyrir þig!
Við leggjum áherslu á framúrskarandi aðstöðu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini og bjóðum upp á nútímalegt og vel búið vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Allar almennar þjónustu- og viðhaldsviðgerðir
- Smurþjónusta
- Skráning í viðhaldskerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í þjónustu- og viðhaldsviðgerðum ökutækja
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Vilji til efla þekkingu og færni
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku
- Bílpróf, meirapróf er kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt7. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Álfhella 15, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Verkstæði
Aflvélar ehf.

Bifvélavirki/Auto mechanic
Bílaver ÁK ehf.

Bifvélavirki sendibílaverkstæði Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja

Smiður
Félagsstofnun stúdenta

Special Cleaning
AÞ-Þrif ehf.

Car mechanic
Konvin Car Rental

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Við leitum að tæknimanni!
FYRR bílaverkstæði

Car Cleaning and Preparation Employee
Nordic Car Rental

Þjónustufulltrúi í varahlutaverslun og móttöku á Akureyri
Klettur - sala og þjónusta ehf

Bifreiðavirki
Bílaverkstæði Þóris ehf

Söluskoðun
Toyota