Signa ehf
Signa ehf
Signa ehf

Starfsmaður á sög

Signa og Fást eru leiðandi innflytjandi og söluaðili á öllum tegundum plasts frá árinu 1988. Við sérhæfum okkur í niðurskurði á efni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum á Íslandi í ýmsum iðnaði. Við leitum nú að reynslumiklum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og sjá um sögun. Starfið felur í sér vinnu á bæði borðsög og veggsög. Viðkomandi verður ábyrgur fyrir niðurskurði á ýmsum plasttegundum og öðrum efnum, auk þess að tryggja nákvæmni og gæði í framleiðsluferlinu.

Við bjóðum
  • Samkeppnishæf laun
  • Góðan vinnustað með sterka liðsheild
  • Tækifæri til að þróa hæfni og þekkingu
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Niðurskurður og mótun plastefna og annarra efna á borðsög og veggsög
  • Tryggja að vinnuferlum sé fylgt og gæðakröfur séu uppfylltar
  • Viðhald og umsjón með tækjum og búnaði
  • Virk þátttaka í þróun og bætingu framleiðsluferla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af smíðavinnu er mikill kostur
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku
Auglýsing stofnuð5. júní 2024
Umsóknarfrestur17. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Bæjarflöt 19-o
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar