
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Starfsmaður á skíðasvæðið í Oddsskarði
Langar þig að vinna í frábærri vinnu á fallegasta skíðasvæði Íslands?
Skíðamiðstöðin Oddskarði óskar eftir að ráða til sín starfsfólk fyrir skíðaveturinn 2023-2024.
Í boði eru 60% til 80% störf. Einnig eru í boði störf í tímavinnu.
Vinna fer fram seinnipart dags og um helgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa góða þjónustulund.
- Geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
- Hafa gaman af útiveru.
- Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúin að takast á við skemmtilegt starf.
- Gerð er krafa um gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
- Bílpróf er nauðsynlegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lyftuvarsla, uppsetning í byrjun dags og frágangur í lok dags .
- Skálavarsla, gera klárt fyrir opnun innandyra og aðstoða í skíðaleigu- og afreiðslu.
- Aðstoða gesti við að komast í og úr skíðalyftum ásamt stjórnun á skíðalyftum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Auglýsing stofnuð27. september 2023
Umsóknarfrestur8. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hafnargata 1, 730 Reyðarfjörður
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Akureyri - Gjaldkeri / Afgreiðslustarf
Pósturinn
Snjallverslun
Krónan
Iceland Glæsibæ - Kvöld- og helgarstarf
Iceland
Vaktstjóri/afgreiðsla
Gullið mitt ehf.
Barþjónn / Bartender
Fiskmarkaðurinn
Afgreiðslustarfsmaður í fullt starf og hlutastarf
Preppbarinn
Deildarstjóri í smávöru - Skeifan
JYSK
Flakkari
Skólamatur
Vaktstjóri
Krónan
Starfsmaður í vinnslu drykkjarumbúða
Endurvinnslan
Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy
Join our fantastic team at Perlan!
Perlan