Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið

Starfsmaður á skrifstofu útflutnings- og hráefnasviðs

Íslenska gámafélagið leitar eftir öflugum einstaklingi til að bætast við gott teymi á skrifstofu útflutnings-og hráefnasviðs fyrirtækisins. Útflutnings- og hráefnasvið sér meðal annars um útflutning á því hráefni sem fyrirtækið safnar frá viðskiptavinum sínum og kemur í réttan farveg, ýmist í endurvinnslu, orkunýtingu eða förgun eftir því sem við á.

Megin hlutverk starfsmanns á útflutnings-og hráefnasviði er að sjá um allt sem viðkemur útflutningi á hráefnum, svo sem samskipti við erlenda móttökuaðila, bókun gáma í skip og ýmis skjalavinna. Starfið felur einnig í sér skýrslugerð og vinnu við skilagreinar til Úrvinnslusjóðs bæði fyrir hönd fyrirtækisins og sveitarfélaga í þjónustu hjá fyrirtækinu.

Starfinu fylgja mikil samskipti við allar deildir fyrirtækisins, Úrvinnslusjóð og erlenda móttökuaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Umsjón og utanumhald útflutnings

• Skilagreinar og gagnagreining

• Útflutningsskýrslur og skjalavinna

• Ráðgjöf og stuðningur við aðrar deildir fyrirtækisins

• Ýmis tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Miðlunar- og samskiptahæfileikar

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða líffræði

• Skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund

• Góð tungumálakunnátta (amk íslenska og enska)

• Góð Exel kunnátta

• Góð tölvukunnátta

• Gott tölulæsi

• Reynsla af axapta og pivot teningum er kostur

Auglýsing stofnuð31. maí 2024
Umsóknarfrestur12. júlí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Kalkslétta 1, 162 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar