
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin hefur verið í rekstri í um 40 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Garðabæ og á tveimur stöðum Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu á öllum starfstöðvum, smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Fyrirtækið er jafnframt innflutningsaðili sem starfar bæði á fyrirtækja og einstaklingsmarkaði. Dekkjahöllin er í eigu Vekra sem á m.a. Öskju, Lotus Car Rental, Una (Xpeng), Landfara og Hentar.
Í Dekkjahöllinni hefur ávallt verið lögð rík áhersla á fljóta og góða þjónustu. Jafnframt er áhersla á að selja úrval af vönduðum og góðum dekkjum fyrir kröfuharða ökumenn.
Mannauður fyrirtækisins er verðmætur og fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Uppsöfnuð reynsla starfsmanna er gríðarleg. Til gamans má nefna að samanlagður starfsaldur þeirra 27 fastráðnu starfsmanna í lok árs 2020 voru tæp 275 ár eða 10 ár að meðaltali.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar: Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi mælinga eða frá 2010. Jafnframt hefur það fengið útnefningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni síðan 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins er starfrækt á öllum stöðum og skipuleggur gaman saman og skemmtilegar fyrirtækjaferðir.

Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði á Akureyri
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða starfsmann á hjólbarðaverkstæði, smurstöð og þvottastöð á Akureyri. Starfið felur í sér fjölbreytta vinnu við hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu, bílaþvott og afgreiðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt vinna við hjólbarða- og smurþjónustu ásamt afgreiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi og reynsla af bílaþjónustu kostur
- Stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta skilyrði
- 18 ára aldurstakmark
- Bílpróf
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Draupnisgata 5, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
HjólbarðaþjónustaSmurþjónustaStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Allar almennar bílaviðgerðir
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Bifvélavirkjar /Vélvirkjar /Mechanics /Car painters
Vélrás

Vanur innréttingar sprautari óskast
Parki

Starfsmaður á verkstæði / Uppsetningar
Logoflex ehf

Poszukujemy wykwalifikowanych mechaników samochodowych.
Landfari ehf.

Starfsmaður á vagnaverkstæði
Landfari ehf.

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.

Óskum eftir færum bifvélavirkjum
Landfari ehf.

Störf í Þjónustumiðstöð Húnabyggðar
Húnabyggð

Bílaþrif /Car Wash Representative
MyCar Rental Keflavík

Bifvélavirki / handlaginn einstaklingur
Katlatrack ehf

Vélamaður í flokkunarstöð
Terra hf.