Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 38 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk

Íbúðakjarninn Kópavogsbraut 41 óskar eftir metnaðarfullum starfsmönnum til að veita fjórum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu. Áhersla er lögð á valdeflandi samskipti og stuðning bæði innan sem utan heimilis.

Um er að ræða 80-90% starf í vaktavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við íbúa
Vera íbúum góð fyrirmynd
Stuðla að auknu sjálfstæði íbúa
Almennt heimilishald
Samvinna við starfsmenn og aðstandendur
Fjölbreytt verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi eða reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskilegt. Reynsla af störfum með fólki með einhverfu er kostur.
Góð íslenskukunnátta nauðsynleg
Hæfni í samskiptum og samstarfi
Framtakssemi, áreiðanleiki og sjálfstæði
Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
Geta til að starfa undir álagi
Almenn ökuréttindi
Fríðindi í starfi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Auglýsing stofnuð23. mars 2023
Umsóknarfrestur4. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kópavogsbraut 41, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.