Starfsmaður á fjármálasvið - Innheimta
Penninn ehf. leitar að starfsmanni til starfa á fjármálasvið fyrirtækisins. Um er að ræða vinnu við innheimtu fyrir félagið.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. nóvember 2024
· Dagleg bókun og eftirfylgni innheimtu
· Gerð mánaðarlegra greiðsluseðla
· Senda út hreyfingalista til viðskiptamanna og afrit af reikningum
· Svara fyrirspurnum frá viðskiptamönnum
· Skrá nýja viðskiptavini í reikningsviðskipti
· Halda utan um töluleg gögn varðandi innheimtuárangur
· Önnur tilfallandi verkefni
Viðurkennt bókhaldsnám eða annað nám sem nýtist í starfi. Haldbær starfsreynsla í bókhaldi eða innheimtu. Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Nav og eða BC bókhaldskerfi kostur, tölugleggni, nákvæm og öguð vinnubrögð. sveigjanleiki, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.