
Holta
Reykjagarður hf. er leiðandi markaðsdrifið framleiðslufyrirtæki í eldi, vinnslu og heildsölu á kjúklingaafurðum.
Viðskiptavinir félagsins eru smásalar, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti.
Aðalvörumerki félagsins eru HOLTA, Kjörfugl og Heimshorn.
HOLTA vörumerkið er þekktast á markaði.
Starfsmenn Reykjagarðs eru um 130 talsins sem leggja sig fram um að framleiða fyrsta flokks kjúklingaafurðir úr úrvals hráefni

Starfsmaður á Ásmundarstöðum
Reykjagarður leitar að dugmiklum starfsmanni á kjúklingabú á Ásmundarstöðum, 851 Hellu.
Starfið felst daglegri umhirðu fugla auk annarra bústarfa.
Unnið er í teymi að skýrum markmiðum þar sem hver starfsmaður gegnir mikilvægu hlutverki.
Um er að ræða dagvinnu, auk helgar- og mögulega bakvakta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umhirða og eftirlit með fugli.
- Eftirlit með varphænum og tínsla eggja.
- Þrif og minniháttar viðhald og eftirlit með tækjabúnaði.
- Almenn bústörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Samviskusemi og rík gæðavitund.
- Geta bæði unnið sjálfstætt og í hóp.
- Búfræðimenntun er kostur.
- Reynsla af landbúnaðarstörfum er æskileg.
- Vinnuvélapróf er kostur.
Auglýsing birt10. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Staðsetning
Ásmundarstaðir, 851 Hella
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiLíkamlegt hreystiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Kantsteypa Norðurlands Sumarvinna
Kantsteypa Norðurlands ehf.

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit

Áreiðanlegan starfsmann vantar í vaktavinnu
Orkugerdin ehf

Starfsmaður í pökkun
Lýsi

Kjarnaborun / Core drilling
Ísbor ehf

Vörubílstjóri/Framleiðslustarfsmenn
Tandrabretti ehf.

Veitufyrirtæki Hrunamannahrepps auglýsa eftir starfsmanni
Hrunamannahreppur

Starfmaður óskast til viðhalds- og lanbúnaðarstarfa strax.
Eyjadalur ehf.

Airside & Warehouse Specialist
DHL Express Iceland ehf

Hlauparar - Terra Norðurland - sumarvinna
Terra hf.

Yfirverkstjóri í yfirborðsfrágang óskast
Lóðaþjónustan ehf