
Starfskraftur í eldhús
Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm. Daglega mæta 22 einstaklingar til að njóta samveru og viðhalda færni.
Í Hlíðabæ er boðið upp á hjúkrunar- og læknisþjónustu, fjölbreytta virkni, m.a. hópastarf, útiveru og sundferðir.
Lögð er áhersla á að bæta lífsgæði fólks og fjölskyldna þeirra, hugað er að líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum. Opið er virka daga frá kl 8-16.
Hlíðabær er í fallegu einbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á heimilislegt umhverfi. Boðið er upp á morgun- og hádegismat, ásamt síðdegiskaffi. Hádegismatur kemur tilbúinn í hús.
Í Hlíðabæ starfar samheldinn og þverfaglegur hópur starfsfólks.
Við erum að leita að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi í 60-80% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á skipulagi í eldhúsi og hreinlæti
Útbúa morgunmat, framreiðsla hádegisverðar og síðdegishressingar
Uppvask og frágangur
Pantanir og samskipti við birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskukunnátta er skilyrði
Reynsla af starfi í mötuneyti eða eldhúsi er kostur
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
Sveigjanleiki
Ánægja af heimilisstörfum
Starfstegund
Staðsetning
Flókagata 53, 105 Reykjavík
Hæfni
EldhússtörfJákvæðniSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Mötuneyti leikskólinn Bakkaborg
Skólamatur
Þjónar í hlutastarf
Steikhúsið
Part-Time | Vehicle Cleaning & Front Desk Receptionist
Lotus Car Rental ehf.
Jobs in cleaning / Störf við ræstingar
Dictum Ræsting
Tæknifólk á ferðinni
Securitas
Mötuneyti Setbergsskóla
Skólamatur
Starfsmenn óskast í búsetukjarna
Andrastaðir
Umönnun framtíðarstarf - Garðabær
Hrafnista
kvöld og helgar vinna
Gullnesti Ehf
Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista
Aðstoðarmatráður óskast
Reykjahlíðarskóli
Kokkar og aðstoðir í eldhúsi
Monkeys Food and WineMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.