Hlíðabær
Hlíðabær
Dagþjálfun

Starfskraftur í eldhús

Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm. Daglega mæta 22 einstaklingar til að njóta samveru og viðhalda færni.

Í Hlíðabæ er boðið upp á hjúkrunar- og læknisþjónustu, fjölbreytta virkni, m.a. hópastarf, útiveru og sundferðir.

Lögð er áhersla á að bæta lífsgæði fólks og fjölskyldna þeirra, hugað er að líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum. Opið er virka daga frá kl 8-16.

Hlíðabær er í fallegu einbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á heimilislegt umhverfi. Boðið er upp á morgun- og hádegismat, ásamt síðdegiskaffi. Hádegismatur kemur tilbúinn í hús.

Í Hlíðabæ starfar samheldinn og þverfaglegur hópur starfsfólks.

Við erum að leita að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi í 60-80% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á skipulagi í eldhúsi og hreinlæti
Útbúa morgunmat, framreiðsla hádegisverðar og síðdegishressingar
Uppvask og frágangur
Pantanir og samskipti við birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskukunnátta er skilyrði
Reynsla af starfi í mötuneyti eða eldhúsi er kostur
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
Sveigjanleiki
Ánægja af heimilisstörfum
Auglýsing stofnuð2. júní 2023
Umsóknarfrestur15. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Flókagata 53, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.