Leirvogstunguskóli
Leirvogstunguskóli
Leirvogstunguskóli

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

Leirvogstunguskóli leitar að leikskólakennurum, uppeldismenntuðum einstaklingum og/eða öðru starfsfólki til starfa.

Það eru forréttindi að vinna í leikskóla, viltu koma og vera með ?

Í Leirvogstunguskóla eru núna um 112 börn á 6 deildum. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi.

Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Full vinnustytting er komin á og að jafnaði hættir starfsfólk kl.14.00 á föstudögum, auk þess að fá vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Góð færni í samvinnu og samskiptum
 • Virðing og áhugi fyrir börnum
 • Fagleg framkoma
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
 • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
 • Líkamsræktarstyrkur
 • Full vinnustytting
 • Samgöngustyrkur
 • Sundkort
Auglýsing stofnuð23. febrúar 2024
Umsóknarfrestur24. mars 2024
Starfstegund
Staðsetning
Laxatunga 70, 270 Mosfellsbær
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar