Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Starfsfólk óskast í aðhlynningu á Hraunbúðir í Vestmannaeyjum

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsfólk í skemmtilegt og gefandi starf með yndislegu heimilisfólki. Á Hraunbúðum eru 30 hjúkrunarrými, 4 dvalarrými og 1 hvíldarrými auk annarrar þjónustu við eldri borgara.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umönnun aldraðra

  • Veita hlýju og gleði

  • Létt eldhúsverk

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

  • Áhugi á að vinna með öldruðum

  • Jákvætt viðhorf

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Auglýsing birt7. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalhraun 1, 900 Vestmannaeyjar
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar