Grundaskóli
Grundaskóli
Merki Grundaskóla á Akranesi.

Starfsfólk óskast á frístund í Grundaseli Akranesi

Starfsfólk óskast á frístund í Grundaseli. Grundasel er frístundarheimili sem þjónustar krakka í 1. og 2. bekk í Grundaskóla. Almennt frístundarstarf er frá kl. 13:30 – 16:15 alla virka daga nema frá kl. 12:20 á föstudögum. Við leitum að jákvæðum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur. Starfið hentar vel sem aukavinna og með námi, vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13:00 – 16:00 og föstudaga frá kl. 12:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd á fjölbreyttum og faglegum verkefnum
Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
Gengur í tilfallandi verkefni innan frístundarheimilisins
Stuðlar að góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og áhugi af starfi með börnum er æskileg
Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki nauðsyn
Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð íslenskukunnátta
Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Hreint sakavottorð
Umsækjendur þurfa hafa náð 18 ára aldri
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur26. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Espigrund 1, 300 Akranes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.