
JYSK
JYSK er hluti af alþjóðlegu verslunarkeðjunni JYSK. Fyrsta verslunin var opnuð á Íslandi árið 1987 af þeim Jákup Jacobsen og Jákupi N. Purkhús og hét þá Rúmfatalagerinn. Í dag eru verslanir JYSK 7 talsins ásamt vefverslun og vöruhúsi. Verslanir eru staðsettar á Smáratorgi, Skeifunni, Granda, Bíldshöfða, Selfossi, Reykjanesbæ og Akureyri.
JYSK hefur verið leiðandi á lágvöruverðsmarkaðnum á Íslandi frá upphafi. JYSK hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða frábært vöruúrval, góða þjónustu ásamt því að vera ávallt með góð tilboð.

Starfsfólk í verslun - Sumarstarf á Selfossi
Okkur vantar liðsauka í frábæra teymið okkar í verslun JYSK á Selfossi í sumar.
JYSK er ein kunnasta heimilisvöruverslun landsins og hefur fyrirtækið verið starfrækt í 37 ár. Verslanir JYSK á Íslandi eru 7 talsins og eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi.
Býrð þú yfir ríkri þjónustulund, jákvæðni og hefur gaman af fólki? Þá gætum við verið að leita að þér! Í boði er spennandi starf með frábæru samstarfsfólki í nýrri og endurbættri verslun Jysk á Selfossi.
Um er að ræða sumarstarf með möguleika á hlutastarfi næsta vetur. Helstu verkefni eru afgreiðsla á kassa og áfyllingar við kassasvæði.
Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla á kassa
- Áfyllingar og útstillingar
- Vöruframsetningar og verðmerkingar
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í starfi og geta til að vinna í teymi
- Jákvæðni og snyrtimennska
- Reynsla af afgreiðslustörfum kostur
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur29. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 3, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Skrifstofu og tölvuvinna
Glerverk

Leitum af starfsfólki í sumarstarf,hlutastarf og framtíðar
Ísgerður ehf.

Söluráðgjafi
Innviðir EHF

Tímabundin störf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Hagkaup Akureyri - Snyrtivörudeild
Hagkaup

Egilsstaðir: Söluráðgjafar bæði í sumar- og framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Hlutastarf í gólfefnadeild - Byko Breidd
Byko

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Lyfja Nýbýlavegi- sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Starfsmaður í sölu og þjónustu
Jörfi ehf.