
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Starfsfólk í stuðningsþjónustu
Þjónustudeild aldraðra óskar eftir starfsfólki í stuðningsþjónustu
Félagsleg heimaþjónusta hefur það að markmiði að aðstoða notendur sem geta ekki séð um athafnir daglegs lífs án utanaðkomandi aðstoðar og efla þá til sjálfbjargar og sjálfræðis með því að mæta þörfum hvers notanda eins og kostur er.
Starfsmaður í stuðningsþjónustu starfar með notendum, bæði inni á heimilum þeirra og utan, í því markmiði að veita stuðning og hvatningu til að sinna athöfnum daglegs lífs og auka þannig líkamlega, andlega og félagslega virkni.
Félagsleg heimaþjónusta er veitt einstaklingum sem búa í heimahúsum og hafa ekki tök á að sinna heimilishaldi og félagslegum athöfnum hjálparlaust vegna skilgreindra skerðinga eða félagslegra aðstæðna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með öldruðum eða starfi við umönnun.
Bílpróf er skilyrði.
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Stundvísi, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi.
Gott vald á íslensku er skilyrði.
Umsækjendur skulu vera orðnir 20 ára eða eldri.
Helstu verkefni og ábyrgð
Veita stuðning við athafnir daglegs lífs, s.s. að klæðast, matast, fara í búð og önnur tilfallandi verkefni.
Veita félagslegan stuðning, s.s. í formi samveru, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf.
Samvinna við þjónustunotendur, aðstandendur og annað starfsfólk.
Auglýsing birt26. september 2022
Umsóknarfrestur9. október 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Fannborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins
Vopnabúrið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Erluás
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Viltu vera á skrá? Umönnun á Landakoti
Landspítali

Háskólamenntaður starfsmaður í skóla – og skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri
Akureyri

Umönnunarstarf á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Starfsfólk í aðhlynningu óskast til starfa á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær