Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Þjónustudeild aldraðra óskar eftir starfsfólki í stuðningsþjónustu

Félagsleg heimaþjónusta hefur það að markmiði að aðstoða notendur sem geta ekki séð um athafnir daglegs lífs án utanaðkomandi aðstoðar og efla þá til sjálfbjargar og sjálfræðis með því að mæta þörfum hvers notanda eins og kostur er.

Starfsmaður í stuðningsþjónustu starfar með notendum, bæði inni á heimilum þeirra og utan, í því markmiði að veita stuðning og hvatningu til að sinna athöfnum daglegs lífs og auka þannig líkamlega, andlega og félagslega virkni.

Félagsleg heimaþjónusta er veitt einstaklingum sem búa í heimahúsum og hafa ekki tök á að sinna heimilishaldi og félagslegum athöfnum hjálparlaust vegna skilgreindra skerðinga eða félagslegra aðstæðna.

Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með öldruðum eða starfi við umönnun.
Bílpróf er skilyrði.
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Stundvísi, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi.
Gott vald á íslensku er skilyrði.
Umsækjendur skulu vera orðnir 20 ára eða eldri.
Helstu verkefni og ábyrgð
Veita stuðning við athafnir daglegs lífs, s.s. að klæðast, matast, fara í búð og önnur tilfallandi verkefni.
Veita félagslegan stuðning, s.s. í formi samveru, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf.
Samvinna við þjónustunotendur, aðstandendur og annað starfsfólk.
Auglýsing birt26. september 2022
Umsóknarfrestur9. október 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Fannborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar