Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis. Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Borgarbyggð

Starfsfólk í heimaþjónustu

Borgarbyggð óskar eftir starfsfólki í heimilishjálp.

Um er að ræða 50 – 60% starf á dagvinnutíma. Starfið felst í almennum heimilisþrifum og aðstoð við útréttingar. Viðkomandi aðili þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum
Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði, og sjálfstæð vinnubrögð
Stundvísi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Góð færni í íslensku nauðsynleg og pólskukunnátta kostur
Æskilegt að hafa bíl til umráða.
Auglýsing stofnuð1. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Borgarbraut 14, 310 Borgarnes
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.