

Starfsfólk í Barnaskólann í Hafnarfirði
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði auglýsir eftirfarandi lausar stöður við skólann:
- Starfsfólk í stoðþjónustu á 5 ára leikskólakjörnum (50-100% staða).
- Starfsfólk í frístundastarf. Í boði allt að 50% hlutastarf eða tímavinnustarf.
Vinnutími í 50% starfi er frá 13:00-16:30 alla virka daga.
Tímavinnustarf miðast við að lágmarki þrjá daga í viku.
Hægt er að samtvinna stöðurnar til að vera í fullu starfi.
Um er að ræða 50-100% starfshlutfall út skólaárið með möguleika á fastráðningu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi um áramót.
Við leitum að jákvæðu og lífsglöðu starfsfólki sem er tilbúið að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starf við skólann.
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði er í einstaklega fallegu og skemmtilegu umhverfi með Víðistaðatúnið í bakgarðinum. Skólann sækja börn á aldrinum 5-9 ára. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.











