

Starfsfólk í aðhlynningu óskast á hjúkrunarheimilið Móberg Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsfólk í aðhlynningu á hjúkrunarheimilið Móberg Selfossi.
Ef þú vilt vinna í umhyggjusömu og faglegu umhverfi þar sem velferð íbúa er í forgrunni, þá er þetta tækifærið fyrir þig!
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
- Um er að ræða fjölbreytt starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki
- Mikið er lagt upp úr góðu þverfaglegu samstarfi þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi
- Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.
-
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
-
Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, áreiðanleiki og síðast en ekki síst jákvætt viðhorf.
Íslenska










