First Water
First Water
First Water

Starfsfólk á vaktir í laxeldi

Við leitum að hressu fólki í laxeldið okkar í Þorlákshöfn. Um er að ræða spennandi störf í nýjum þekkingariðnaði þar sem velferð laxa er í forgrunni. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á 12 tíma vöktum.
Helstu verkefni:
  • Almennt eftirlit með stöðinni
  • Eftirlit með lífmasa
  • Eftirlit með fóðrun
  • Minniháttar viðhald
Helstu kröfur
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður
  • Úrræðagóður
  • Stundvísi og vandvirkni
  • Áhugi á dýrum og sjálfbærni
  • Reynsla af fiskeldi er kostur
  • Reynsla af viðhaldi og viðgerðum
Nánari upplýsingar veitir Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvastjóri - amelia.hjalmarsdottir@firstwater.is
Umsóknafrestur er til og með 6. okt. Byrjað verður að vinna úr umsóknum um leið og þær berast
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.

Auglýsing birt19. september 2024
Umsóknarfrestur6. október 2024
Staðsetning
Laxabraut
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar