Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 430 í tæplega 195 stöðugildum.
Ás styrktarfélag

Starfsfólk á heimili á Seltjarnarnesi

Ertu að leita þér að fjölbreyttu, krefjandi og skemmtilegu starfi í vaktavinnu

Ás styrktarfélag leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að starfa á nýju heimili fyrir fólk með fötlun á Kirkjubraut 20, Seltjarnarnesi. Sex íbúðir eru í húsinu auk starfsmannaaðstöðu.

Leitað er eftir stuðningsfulltrúum og eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um vegna samsetningar starfsmannahópsins sem fyrir er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð8. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Kirkjubraut 20
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.