Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfmaður í heimastuðningi

Heimastuðningur í Hvassaleiti óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í fjölbreytt og spennandi starf í Laugardal, Bústaðahverfi og Háaleiti. Þjónustan felur meðal annars í sér samveru við notendur og stuðning við ýmis verkefni og heimilishald. Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi, þar sem unnið er á dagvinnutíma.

Heimastuðningur veitir þjónustu eftir stuðningsáætlun sem gerð hefur verið við notendur á heimilum þeirra, ásamt aðstoð við almenn heimilisstörf.

Hvetjum öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framfylgja stuðningsáætlun í samráði við ábyrgðaraðila.
  • Styður notendur við að viðhalda færni sinni.
  • Þátttaka í teymisvinnu sem tengist starfinu.
  • Er vakandi yfir félagslegri, andlegri og líkamlegri líðan notanda og upplýsir yfirmenn um breytingar á líðan.
  • Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa hafa náð 18 ára aldri.
  • Bílpróf og bíll til umráða
  • Íslensku kunnátta A1-B2- samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
  • Kunnátta og þekking í almennum heimilisþrifum, kunna skil á efnum og áhöldum notuðum til starfsins æskilegt.
  • Reynsla af heimaþjónustu eða sambærilegum störfum er æskileg.
Fríðindi í starfi
  • Menningar-og sundkort hjá Reykjavíkurborg
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • 36 stunda vinnuvika
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hvassaleiti 56, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar