
OK
OK samanstendur af gríðarlega öflugu starfsfólki, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi.
Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
OK hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu fjögur ár í röð.

Starf við vöktun á upplýsingatæknikerfum
OK leitar að áhugasömum einstakling til starfa við spennandi verkefni í vöktunarmiðstöð sem starfrækt er allan sólarhringinn.
Um er að ræða um það bil 20% hlutastarf á vöktum. Vaktirnar eru á kvöldin á virkum dögum og um helgar.
Við leitum að pottþéttum einstakling sem uppfylla neðangreindar kröfur og getur hafið störf sem fyrst. Starfið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa í upplýsingatækni og vilja stíga sín fyrstu skref inn í þann geira.
Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að fylgjast með vöktunarkerfum og bregðast við samkvæmt viðbragðsáætlun
- Að taka á móti beiðnum og koma í farveg
- Samskipti og tilkynningar til viðskiptavina
- Forgreining mála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hreint sakarvottorð er skilyrði
- Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Gagnrýnin hugsun er kostur
- Góð færni í íslensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Góð færni í ensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Geta til að vinna einsamall/einsömul
- Áhugi á upplýsingatækni er kostur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kerfisstjóri
TACTICA

Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi
Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Öryggisvörður í verslun (15. apríl - 15. september)
Bæjarins beztu pylsur

Kópavogslaug - Hlutastarf (52%)
Kópavogsbær

Origo leitar að kerfisstjóra
Origo hf.

Starfsmaður notendaþjónustu í kerfisstjórateymi
Veritas

Öryggisvörður í hlutastarf
Securitas

Klébergslaug sumarstarf
Reykjavíkurborg

Dalslaug - hlutastarf í sumar
Reykjavíkurborg

Liðsfélagi í upplýsingatæknideild
Landhelgisgæsla Íslands

Öryggisvörður í sumarstarf á höfuðborgarsvæðinu
Öryggismiðstöðin