1912 ehf.
1912 ehf.
1912 ehf.

Starf í vöruhúsi

1912 óskar eftir liðsfélaga til að sinna fjölbreyttum verkefnum í vöruhúsi. Um framtíðarstarf er að ræða, bæði er auglýst eftir einstaklingum á dag- og kvöldvakt.

Við leggjum mikla áherslu á að skapa jákvætt starfsumhverfi þar sem öll fá tækifæri til að þróast og vaxa í starfi. Sendu okkur umsókn og sjáðu hvort það verður ekki byrjunin á spennandi ferli.

Í 1912 samstæðunni starfa um 150 manns sem halda utan mörg af vinsælustu vörumerkjum landsins. Dótturfélög 1912 eru Nathan & Olsen, Ekran og Emmessís.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn lagerstörf
  • Tínsla sölupantana
  • Losun gáma
  • Móttaka og frágangur vöru
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt ökuskírteini, lyftararéttindi er kostur
  • Geta til að lyfta amk 15 kg
  • Nákvæmni, áreiðanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og vilji til að klára verk sín vel
  • Stundvísi, þjónustulund og jákvætt viðhorf
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur19. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.LyftaraprófPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar