

Starf í vöruhúsi
Vatn & veitur óskar eftir að ráða metnaðarfullan, þjónustulundaðan og duglegan starfsmann til framtíðarstarfa vöruhús fyrirtækisins á Smiðjuvegi 68-72.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi með jákvæðu og vingjarnlegu fólki.
Viðkomandi hefur möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækisins.
Starfið felst í:
-Tiltekt pantana, afgreiðslu, pökkun, losun gáma, talningum og almennri þjónustu við viðskiptavini.
- Halda vinnuumhverfinu snyrtilegu og önnur tilfallandi störf sem tilheyra í vöruhúsi.
Hæfniskröfur:
-Rík þjónustulund
-Öguð og vönduð vinnubrögð
-Stundvísi og góð framkoma
-Góð íslenskukunnátta
-Geta unnið undir álagi
-Hreint sakavottorð
-Bílpróf (lyftarapróf kostur)
-Geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt
-Reynsla af vinnu í vöruhúsum er kostur
-Snyrtimennska
Vatn & veitur hf sérhæfir sig í sölu og þjónustu til fagmanna á pípulagninga- og veitumarkaði. Árið 2017 sameinaðist fyrirtækið Efnissölu G.E.Jóhannssonar undir nafni Vatns & veitna. Sameinað fyrirtæki er í dag rekið sem sjálfstæð rekstrareining innan Fagkaupa.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Kíktu á www.vatnogveitur.is og kynntu þér málið.
Umsóknir berist í gegnum Alfreð kerfið.











