
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur leitar að jákvæðu og skipulögðu starfsfólki í sérfæðisdeild sína sem staðsett er í miðlægu eldhúsi á Iðavöllum 3 í Reykjanesbæ.
Vinnutíminn er frá kl.7:00-15:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Framleiðsla og undirbúningur máltíða eftir flokkum í sérfæðisdeild
· Aðstoða við merkingar í rétta flokka
· Þrif, uppvask og frágangur
· Önnur tilfallandi verkefni í eldhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
· Reynsla sem nýtist í starfi
· Góð samskiptahæfni
· Íslenskukunnátta
· Jákvæðni og snyrtimennska
Fríðindi í starfi
· Vinnufatnaður.
· Íþróttastyrkur.
· Samgöngustyrkur.
· Fjölskylduvænn vinnustaður.
Auglýsing birt7. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf í Flying Tiger Copenhagen á Selfossi
Flying Tiger Copenhagen

Ert þú sushi kokkur? Umami er að stækka!
UMAMI

Óska eftir hressu kvenkyns aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

N1 Akranesi sumarstarf
N1

Service Agent - KEF airport
Avis og Budget

Vaktstjóri í eldhúsi-Shiftleader kitchen
Spíran

Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti 100% starf framtíðarstarf
Kokkarnir Veisluþjónusta

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlað fólk - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Afgreiðslustarf - Fullt starf
Djúsi Sushi

Sumarstarf í Grettislaug
Reykhólahreppur

Newrest – Catering Delivery
NEWREST ICELAND ehf.

Sumarstörf - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn