Fagfélögin
Fagfélögin
Fagfélögin

Starf í móttöku

Fagfélögin óska eftir að ráða áreiðanlegan og þjónustulundaðan aðila í 100% starf í móttöku.

Vinnutími alla virka daga kl. 8-16/15 – frí annan hvern föstudag.

Kostur að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka og símsvörun

Samskipti og almenn upplýsingagjöf við félagsfólk

Ýmiss konar umsýsla og skráning s.s. umsókna í sjóði og afgreiðsla orlofshúsa

Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfni og lipurð í samskiptum

Rík þjónustulund

Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum.

Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Góð almenn tölvukunnátta

Þekking á DK félagakerfi og Frímanni orlofshúsakerfi er kostur

Gott vald á íslensku og ensku

Kunnátta í pólsku mikill kostur

Þekking á málefnum stéttarfélaga er kostur

Fríðindi í starfi

Niðurgreiddur hádegismatur
Heilsustyrkur
Skemmtilegt samstarfsfólk og öflugt starfsmannafélag

Auglýsing stofnuð13. nóvember 2023
Umsóknarfrestur24. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Stórhöfði 31, 110 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar