
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Starf í matvælaframleiðslu
Ert þú áhugasamur um matargerð og leitar að spennandi tækifæri í matvælaiðnaði? Skólamatur leitar af öflugum og jákvæðum einstaklingi til að ganga til liðs við teymi fagfólks sem starfar í miðlægu eldhúsi í höfuðstöðvum Skólamatar í Reykjanesbæ.
Vinnutíminn er frá kl 6:00 til 15:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við framleiðslu og vinnslu matvæla
- Undirbúningur og eldun á skólamáltíðum fyrir leik- og grunnskóla
- Virk þátttaka í daglegu starfi og gæðavinnu
- Frágangur og önnur tilfallandi verkefni í eldhúsinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á matargerð og matvælaiðnaði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að vinna í teymi og sýna samvinnu
- Samviskusemi og nákvæmni
- Reynsla úr matvælaframleiðslu er kostur en ekki skilyrði
Fríðindi í starfi
- Vinnufatnaður
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt8. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Kokkur í hlutastarfi
Sól resturant ehf.

Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga á veitingastaðinn INTRO
Múlakaffi ehf

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Aðstoð í mötuneyti Elkem Grundartanga- sumarafleysing
Múlakaffi ehf

Starfsmaður í framleiðslu
Gæðabakstur

Aðstoðarmatráður - Leikskólinn Grænaborg
Suðurnesjabær

Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf

Súkkulaðigerð/Chocolate making Frá 06.00-14.00
Omnom

Vanur grillari - Experienced grill flipper
Stúdentakjallarinn

Matreiðsla og afgreiðsla
Alles

Verkstæði, Powder Coating, lampasmiðja
Flúrlampar ehf / lampar.is

Bakari / aðstoðamaður bakara óskast sem fyrst
Björnsbakarí