Marbakki
Marbakki
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Marbakki

Starf í leikskólanum Marbakka

Laus er 100% í leikskólanum Marbakka.

Leikskólinn Marbakki er fimm deilda leikskóli með rými fyrir 99 börn. Leikskólinn tók til starfa árið 1986 og er staðsettur í Sæbólshverfi í Kópavogi. Unnið er í anda starfsaðferða Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna að menntun og uppeldi barna
Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra ásamt þeim verkefnum sem deildarstjóri felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf
Skapandi hugsun og metnaður í starfi
Sjálfstæð vinnubrögð og samstarfshæfni
Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing stofnuð19. mars 2023
Umsóknarfrestur29. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Marbakkabraut 4, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.