First Water
First Water
First Water

Starf í gæðadeild

First Water leitar að drífandi og sjálfstæðum aðila til að annast mælingar á vatnsgæðum í borholum og eldiskerjum í starfsstöð félagsins í Þorlákshöfn.

Starfið felur í sér að sinna eftirliti með vatnsgæðum á öllum stigum framleiðslunnar, í borholum, í eldiskerfum og í frárennsli í samræmi við verklag fyrirtækisins. Prófanir, kvörðun og eftirlit með mælitækjum og búnaði eru mikilvægur þáttur í starfinu. Starfið felur í sér að skrá, skjala og halda utan um mæliniðurstöður, túlkun þeirra og miðlun til samstarfsfólks. Viðkomandi tekur einnig þátt í að þróa verklag samfara auknum umsvifum framleiðslunnar.

Menntun og reynsla

  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Reynsla af mælingum eða efnagreiningum er æskileg
  • Þekking á búnaði til vatnsgæðamælinga er kostur

Hæfnikröfur

  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta til að tileinka sér nýja þekkingu
  • Frumkvæði
  • Geta til að túlka og greina niðurstöður
  • Hæfni til að setja fram niðurstöður mælinga á skýran og skiljanlegan hátt
  • Geta til að kynna upplýsingar í ræðu og riti.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi gilt öskuskírteini
  • Búseta í nágrenni Ölfuss (t.d. Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss) er kostur en ekki krafa.

Nánari upplýsingar veitir Arnþór Gústavsson, gæðastjóri, arnthor.gustavsson@firstwater.is

Umsóknafrestur er til og með 19. maí 2024

First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.

Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Staðsetning
Laxabraut
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar