
Starf í eldsneytisbirgðastöð
EAK óskar eftir að ráða einstakling til vinnu í frábæru teymi í eldsneytisbirgðastöðina á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 100% starf.
- Hreint sakavottorð skilyrði
- Drifkraftur og útsjónarsemi kostur
- Geta til að fara eftir gæða- og öryggiskröfum
- Þarf að geta ekið bifreið í flokki C1 (<7500kg)
Viðkomandi mun hljóta víðtæka þjálfun og starfa í hópi sérhæfðs starfsfólks. Teymi birgðastöðvarinnar eru sjálfstæð og taka fyrir reglubundin störf ásamt krefjandi úrlausnarverkefnum. EAK ehf. leggur mikla áherslu á þjálfun og getu starfsfólks til þess að þróast í starfi, rekur fræðslukerfi og greiðir starfsfólki sérstaklega fyrir að ljúka námslínum félagsins. Verkefni eru leyst í verkefnahópum og áhersla er lögð á eignarhald teyma á lausnum.
Vaktavinna á dagvöktum.
Við hvetjum þau sem eru áhugasöm til þess að sækja sem fyrst um þar sem umsóknir eru metnar jafnóðum.
EAK er fyrirtæki sem tekur á móti, geymir og afgreiðir flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, starfsfólk félagsins er um 50 talsins.











