EAK ehf.
EAK ehf.
EAK er fyrirtæki sem tekur á móti, geymir og afgreiðir flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli fyrir seljendur eldsneytis. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli en þar starfa á vegum fyrirtækisins yfir 50 starfsmenn. Verklagsreglur á svæðinu fylgja alþjóðlegum viðmiðum.

Starf í eldsneytisbirgðastöð

EAK óskar eftir að ráða einstakling til vinnu í frábæru teymi í eldsneytisbirgðastöðina á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 100% starf.

  • Hreint sakavottorð skilyrði
  • Drifkraftur og útsjónarsemi kostur
  • Geta til að fara eftir gæða- og öryggiskröfum
  • Þarf að geta ekið bifreið í flokki C1 (<7500kg)

Viðkomandi mun hljóta víðtæka þjálfun og starfa í hópi sérhæfðs starfsfólks. Teymi birgðastöðvarinnar eru sjálfstæð og taka fyrir reglubundin störf ásamt krefjandi úrlausnarverkefnum. EAK ehf. leggur mikla áherslu á þjálfun og getu starfsfólks til þess að þróast í starfi, rekur fræðslukerfi og greiðir starfsfólki sérstaklega fyrir að ljúka námslínum félagsins. Verkefni eru leyst í verkefnahópum og áhersla er lögð á eignarhald teyma á lausnum.

Vaktavinna á dagvöktum.

Við hvetjum þau sem eru áhugasöm til þess að sækja sem fyrst um þar sem umsóknir eru metnar jafnóðum.

EAK er fyrirtæki sem tekur á móti, geymir og afgreiðir flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, starfsfólk félagsins er um 50 talsins.

Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur1. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Fálkavöllur 8, 235 Reykjanesbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.