Isavia
Isavia
Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Isavia ohf. annast uppbyggingu og rekstur Keflavíkurflugvallar. Dótturfélög þess Isavia ANS og Isavia Innalandsflugvellir reka annars vegar flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og hins vegar öflugt net innanlandsflugvalla á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði
Isavia

Starf í APOC Keflavíkurflugvelli

Við óskum eftir að ráða einstakling til starfa í APOC sem er stjórnstöð Keflavíkurflugvallar. Í APOC fram fer eftirlit og samhæfing daglegs rekstrar flugvallarins. Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf í fjölbreyttu umhverfi á Keflavíkurflugvelli. Unnið er á dag- og næturvöktum samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.

Helstu verkefni:

  • Úthlutun loftfararstæða og annarra innviða
  • Eftirlit og samræming daglegs rekstrar flugvallarins
  • Eftirlit með kerfum, fasteignum og búnaði

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði
  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24.september 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Freyr Borgarsson, deildastjóri, bjarni.borgarsson@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing stofnuð11. september 2023
Umsóknarfrestur24. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMikil hæfni
EnskaEnskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Samvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.