

Starf í áhaldahúsi Rangárþings ytra
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða starfskraft til framtíðarstarfa í áhaldahús.
Óskað er eftir garðyrkjufræðingi eða aðila sem er vanur garðyrkjustörfum og hefur áhuga á að fegra umhverfi sveitarfélagsins. Einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi yfirumsjón með starfi vinnuskólans yfir sumartímann ásamt því að leggja á ráðin varðandi umhirðu opinna svæða. Utan annatíma garðyrkju er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn gangi í almenn störf áhaldahússins.
Starfskröfur:
- Viðkomandi þarf að hafa gild ökuréttindi.
- Vinnuvélaréttindi eða vilja til að öðlast þau.
- Æskilegt er að viðkomandi sé vanur tækjavinnu.
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
- Gerð er krafa um stundvísi, áreiðanleika og lipurð í samskiptum.
Helstu verkefni sem viðkomandi mun sinna:
- Almenn þjónusta við eignir og umhverfi sveitarfélagsins.
- Utanumhald vinnuskóla og sumarumhirðu opinna svæða.
- Taka þátt í snjómokstri í þéttbýli.
- Taka þátt í þjónustu við veitukerfi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps ásamt fráveitu.
- Viðhald og endurnýjun gatna og gangstíga ásamt umhirðu opinna svæða.
- Önnur tilfallandi verkefni í víðfeðmu og ört stækkandi sveitarfélagi.
Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf fyrir réttan aðila.
Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2025.
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá þar sem fram koma m.a. upplýsingar um menntun, fyrri reynslu og meðmæli.
Hægt er að sækja um starfið með því að smella hér og fylla út eyðublaðið.
Frekari upplýsingar veitir Tómas Haukur Tómasson á [email protected] eða í síma 8946655












