IKEA
IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“. Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri. Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju. Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.
IKEA

Starf á sjálfsafgreiðslulager

Við leitum eftir starfsfólki í söludeildir

Við leitum að einstakling til starfa á sjálfsafgreiðslulager IKEA. Starfið felst í að veita viðskiptavinum verslunarinnar þjónustu og aðstoð, halda útliti sjálfsafgreiðslulagers söluhvetjandi og snyrtilegu ásamt því að tryggja það að vörur deildarinnar séu rétt merktar, áfyllingar og ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
Sjálfstæð vinnubrögð
Samviskusemi og drifkraftur
Góð og rík þjónustulund
Almenn tölvuþekking
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Jákvæðni og dugnaður
Fríðindi í starfi
Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Aðgengi að sumarbústað til einkanota
Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
Auglýsing stofnuð5. júní 2023
Umsóknarfrestur23. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.