Arctic Therapeutics ehf.
Arctic Therapeutics ehf.

Starf á rannsóknarstofu

Laust er til umsóknar starf á rannsóknarstofu Arctic Therapeutics. Um er að ræða fasta stöðu í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi þar sem verkefnin eru margbreytileg og veita svigrúm til að nýta nám og reynslu til fulls.

Arctic Therapeutics (AT) er líftækni- og lyfjaþróunarfyrirtæki með rannsóknarstofur staðsettar á Akureyri. Hjá AT starfa u.þ.b. 15 manns með breiðan bakgrunn og vinna saman að rannsóknum í lyfjaþróun. Rannsóknarstofan starfar undir ISO15189 staðli sem klínísk rannsóknarstofa og er lögð áhersla á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í þeim staðli. Arctic Therapeutics framkvæmir margvíslegar aðferðir á rannsóknarstofunni, líkt og raðgreiningu á erfðaefni og rannsóknir á próteinum með ýmsum aðferðum.

Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan einstakling með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Æskilegt starfshlutfall er 100% og unnið er í dagvinnu.

Ráðið er í starfið um áramót eða samkvæmt samkomulagi. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining lífsýna á rannsóknarstofu.
  • Gæðatengd verkefni.
  • Þátttaka í innleiðingu og þróun nýrra verkferla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í lífvísindum eða öðrum greinum sem nýtast í starfi er nauðsynleg.
  • 3 ára reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Góð almenn tölvuþekking og þekking á úrvinnslu gagna líkt og líftölfræði er kostur.
  • Þekking á ISO stöðlum og ytri úttektum er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og metnaður.
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur.
  • Góður starfsandi og líflegt starfsumhverfi.
  • Öflugt starfsmannafélag.
  • Sveigjanlegur vinnutími.
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Norðurslóð 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar