Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Stapaskóli - Kennari á unglingastigi

Starfssvið: Kennari á unglingastigi

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Kennsla í flestum bóklegum greinum á unglingastigi í teymiskennslu.
 • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
 • Sérhæfingu á grunn- eða framhaldsskólastigi.
 • Reynsla af kennslu í grunnskóla. 
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum. 
Auglýsing stofnuð11. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Dalsbraut 2, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar