
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Standsetning nýrra og notaðra bíla
Askja óskar eftir að ráða öfluga aðila í að sinna standsetningu nýrra og notaðra bíla. Um er að ræða 100% starf þar sem þar sem boðið er einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Standsetning og þrif nýrra bíla
- Þrif á notuðum bílum, reynsluakstursbílum og sýningarbílum í sal
- Ferjun á bílum frá skipafélagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Íslensku- eða enskukunnátta
- Vandvirkni, metnaður og dugnaður
- Heiðarleiki og stundvísi
- Gilt bílpróf
- Aldurstakmark 18 ár
Af hverju Askja?
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiStundvísiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Bílaþvottur á Enterprise bílaleigu
Enterprise Rent-a-car

Bílaþrif / Carwash
Go Leiga

Bílaþvotta- og bónstöðvar starfsmaður óskast
Lindin Bílaþvottastöð

Sumarstarf á Egilsstöðum
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Cleaning Camper Vans
Campeasy

Bílstrjóri hjá mötuneytis fyrirtæki
Sælkeramatur ehf.

Húsbílaþrif
Geysir Motorhome

EXTERIOR PREP. / PRZYGOTOWANIE ZEW.
McRent Iceland

Standsetning nýrra bíla
BL ehf.

Bílaþrif - Cleaning Area Keflavík
KúKú Campers Ehf.

Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði á Akureyri
Dekkjahöllin ehf

Bílaþrif /Car Wash Representative
MyCar Rental Keflavík