
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Málmiðnaðarmaður - Hafnarfirði
Stálsmiður - Vélvirki - Vélfræðingur
Héðinn hf óskar eftir að ráða málmiðnaðarmenn til starfa við fjölbreytt verkefni við starfsstöð sína í Hafnarfirði.
Næg verkefni framundan og næga vinnu að fá en þó sveigjanleiki í vinnutíma.
Verkefni eru fjölbreytt við smíðar úr stáli ásamt samsetningu og uppsetningu á vélbúnaði.
Héðinn er eitt best búna málmiðnaðarfyrirtæki á landinu með góða starfsaðstöðu og öflugan tækjakost. Starfstöð Héðins í Hafnarfirði er með mötuneyti, búningaaðstöðu og líkamsrækt og er vinnuaðstaða almennt til fyrirmyndar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðnmenntun og/eða haldbær reynsla úr faginu
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hóp
Metnaður fyrir faglegum vinnubrögðum
Helstu verkefni og ábyrgð
Nýsmíði úr stáli
Uppsetningar á búnaði
Samsetningar á vélbúnaði
Viðhaldsverkefni
Auglýsing birt4. maí 2022
Umsóknarfrestur24. maí 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
BlikksmíðiLogsuðaMetnaðurRennismíðiStálsmíði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Ísorka óskar eftir rafvirkjum til starfa
Ísorka

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Gólflagningar - Akureyri
Gólflagningar

Umsjónarmaður Tækja og véla hjá Netkerfum og Tengir hf.
Netkerfi og tölvur ehf.

Orkubú Vestfjarða - Vélfræðingur.
Orkubú Vestfjarða ohf

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Vélvirki eða laghentur viðgerðaraðli
Stjörnugrís hf.

Vélvirki
Steypustöðin

Hafnarvörður
Fjarðabyggðahafnir

Blikksmiður / Plötuvinnu snillingur
Stáliðjan ehf