Klaki ehf
KLAKI ehf. sérhæfir sig í hönnun og þróun á sjálfvirkum vélbúnaði og róbótum fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og endurvinnslu. Framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum, róbótalausnum og búnaði sem auka sjálfvirkni ásamt búnaði til framleiðslu, bæði til sjós og lands. Gæði framleiðslunnar og góð verð eru þættir sem ávallt eru hafðir í fyrirrúmi.
Vöruframboð Klaka nær allt frá smíði vinnslubúnaðar um borð í skip að róbótum í landi.
Framleiðsluvörur eru færibönd af ýmsu tagi, þar á meðal útdraganleg (telescope), lóðréttar fisklyftur, aðgerðarkerfi, lyftibúnaður, lúgulyftur, pönnuvagnar og fiskdælur ásamt stýringa. Stór hluti framleiðslunnar er framleiðsla búnaðar fyrir frystingu, þ.e. úrsláttarvélar, blokkarpressur og frystipönnur og rammar.
Klaki ehf. býður heildarlausnir vegna aðgerðarkerfa í stærri fiskiskip, þ.e. hönnun (layout), smíði og uppsetningu.
Fyrirtækið var stofnsett árið 1972. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í stöðugri þróun með því að auka vöruúrval sitt og þjónustu.
Stálsmiður í framleiðslu
Við leitum að einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum við framleiðslu, prófanir og uppsetningu á kerfum Klaka. Klaki hefur í yfir 50 ár sérhæft sig í framleiðslu á sjálfvirkum búnaði fyrir matvæla- og framleiðsluiðnað, til sjós og lands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stálsmíði úr ryðfríu stáli og áli
- Samsetning á vélbúnaði
- Uppsetning á vélbúnaði
- Þjónustuskoðanir
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi, sveinspróf er æskilegt
- Geta til þess að ferðast innanlands sem og erlendis
- Þekking og reynsla af viðhaldsþjónustu og uppsetningum á vélakerfum
- Góð þjónustulund og jákvæðni
- Öguð vinnubrögð og gott skipulag
- Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hafnarbraut 25, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamviskusemiSkipulagStundvísiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Verkstjóri – Fjölbreytt og spennandi verkefni
Köfunarþjónustan ehf.
Málmiðnaðarmenn eða fólk með reynslu - Gámaverkstæði
Eimskip
Starfsfólk óskast á vélaverkstæði
Eimskip
Merkingar á vörum og fatnaði
Sölutraust
Yfirvélstjóri á flutningaskip Eimskips
Eimskip
Járnsmiður / Suðumaður
Stólpi smiðja
Elvit óskar eftir rafvirkja til starfa
Elvit
SPENNANDI STARF Í HÚÐVÖRUFRAMLEIÐSLU
ANGAN Skincare ehf
Starfsmaður í gróðurhús - Hightech greenhouse employee
Hárækt ehf / VAXA
Netpantanir og Merkingar á vörum
Sölutraust
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf
Viðhalds- og tæknistjóri
Djúpskel ehf