

Stafrænn leiðtogi - Þróunarsvið
Þróunarsvið leitar að hugmyndaríkum og öflugum einstaklingi með brennandi áhuga á framþróun til liðs við stækkandi hóp af stafrænum leiðtogum á Landspítala.
Stafrænn leiðtogi tekur virkan þátt í þróun veflausna, gervigreindarverkefnum og öppum sem styðja við starfsfólk Landspítalans sem og sjúklinga og aðstandendur.
Hlutverk stafrænna leiðtoga er nýta sköpunarkraft til að finna frjósaman farveg fyrir hugmyndir sem vaxa, dafna og þroskast með það að leiðarljósi að umbylta vinnuumhverfi starfsfólks og efla upplýsingagjöf til sjúklinga. Samhliða því hefur viðkomandi yfirsýnina, mótar markmiðin, forgangsraðar verkefnum og tryggir framgang þeirra.
Stafrænir leiðtogar leiða í dag m.a. þróun Heilsugáttar sem er vefgátt fyrir klínískt starfsfólk ásamt þróun farsímaapps fyrir sjúklinga og fyrir starfsfólk í samráði við klíníska ráðgjafa.
Á þróunarsviði starfa um 110 manns auk fjölda verktaka. Markmið stafrænnar þróunar er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni á ört stækkandi markaði. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, nýsköpun, gervigreind, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk og forsenda árangurs er frábært starfsfólk.
Vilt þú vera leiðandi í að gera þessa framtíð að veruleika?




















































