

Stærðfræðikennari óskast á unglingastig vegna forfalla
Stærðfræðikennari óskast á unglingastig venga forfalla í 60 - 80% starf. Kennarar skólans starfa í teymum innan árganga og því er mikilvægt að sá sem ráðinn verður vilji vinna í teymiskennslu.
Mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að menntaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og mikla hæfni í mannlegum samskiptum
Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1. - 10. bekk og í 4 leikskóladeildum.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2026
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
"Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.“
- Leyfisbréf til kennslu
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
- Góð íslenskukunnátta.
Íslenska










